Íslenska þjóðin heldur nú í sér andanum úr spennu fyrir kvöldinu þar sem Systurnar stíga á svið. Þær verða þær fjórtándu í röðinni og krossa Íslendingar fingur í von um að þær komist áfram.
Stigatafla er bráðnauðsynleg í hverju Eurovision-partíi. Stigataflan birtist í blaði dagsins en fylgja hér með í PDF-skjali fyrir lesendur Fréttablaðsins.
Á stigablaðinu eru gefin stig í fimm flokkum og gefur hver flokkur að hámarki fimm stig (0-5 stig). Lögunum er í framhaldinu raðað í sæti eftir stigum og það lag sem fær flest stig vinnur.
Fyrir hvert lag geturðu sagt hvað þér finnst, hvort að stuðið á sviðinu hafi skilað sér heim, getið stig fyrir sviðsetningu, tekið sopa fyrir Evrópu og gefið hverju lagi geðþóttastig.
Hér að neðan er hægt að ná í stigablaðið af PDF-skjali til að prenta út en það má einnig finna í Fréttablaði dagsins á síðu 24.