Tónlistarmaðurinn og forsprakki hljómsveitarinnar Aerosmith, Steven Tyler, hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gegn ólögráða einstaklingi árið 1973.

Julie Holcomb höfðaði málinu gegn Tyler nýverið og segir hann hafa brotið á sér þegar hún var sextán ára gömul og hann 25 ára.

Þrátt fyrir að Tyler sér ekki nefndur á nafn í gögnunum sem miðillinn Rolling Stone hefur undir höndum hefur Holcomb talað opinberlega um meint ofbeldi. Fyrst árið 2012.

þvingaði hana í þungunarrof

Hún sakar tónlistarmanninn um að hafa brotið á henni kynferðislega og beitt hana ofbeldi sem og að hafa neytt hana til þess að fara í þungunarpróf, þá aðeins sautján ára gömul.

Holcomb segist hafa hitt Tyler á eftir tónleika hljómsveitarinnar í heimabæ sínum Portland í Bandaríkjunum og farið með honum upp á hótelherbergi þar sem þau áttu í kynferðislegum athöfnum.

Hún hafði sagt honum frá því hvað hún væri gömul sem og erfiðum heimilisaðstæðum áður en á samneytinu stóð. Morguninn eftir sendi hann hana heim í leigubíl.

Þá átti hann einnig að hafa flogið henni til Seattle þar sem hljómsveitin hélt aðra tónleika, brotið á henni aftur, og flogið henni aftur til Portland.

Lofaði að gæta hennar

Árið 1974 hélt Holcomb því fram að Tyler hafi sannfært móður hennar að vera lögráðamaður hennar með því að lofa að sjá til þess að gæta hennar og hún gengi í skóla.

Samkvæmt Holcomb stóð Tyler ekki við loforð sitt heldur ferðaðist hún með honum, beitti hana ofbeldi auk þess að útvega henni áfengi og vímuefni.