Tón­skáldið og laga­höfundurinn Stephen Sond­heim er látinn 91 árs að aldri. Að sögn lög­manns Sond­heim lést hann á föstu­dag á heimili sínu í R­ox­bury í Connecticut í Banda­ríkjunum. Hann fagnaði þakkar­gjörðar­há­tíðinni um­kringdur vinum daginn áður en hann lést. Hann skilur eftir sig eigin­mann sinn, Jef­frey Scott Roml­ey, sem er um 50 árum yngri en hann. Þeir giftu sig árið 2017.

Sond­heim var vel þekktur í skemmtana­bransanum og skrifaði ein­hver þekktustu verk Broa­dway eins og Company, Follies og A Litt­le Night Music. Þá skrifaði hann einnig laga­textana fyrir verkið West Side Story sem margir þekkja og elska.

Hann fékk mörg verð­laun fyrir vinnu sína og má þar nefna átta Gram­my verð­laun, níu Tony verð­laun og þar á meðal sér­staka viður­kenningu á vinnu hans í leik­húsinu. Þá fékk hann ein Óskars­verð­laun og Pulitzer.

Fyrr­verandi for­seti Banda­ríkjanna, Barack Obama, veitti honum heiðurs­orðu árið 2015 fyrir vinnu hans.
Fréttablaðið/Getty

Sond­heim fæddist í New York þann 22. mars árið 1930. Á vef breska ríkis­út­varpsins segir að hann hafi séð fyrsta söng­leikinn á Broa­dway að­eins níu ára gamalla og að árið eftir hafi hann hitt Os­car Hammer­stein II sem varð læri­faðir hans og leið hans inn í söng­leikja­heiminn.

Hér er Sondheim með Judi Dench og Ian McKellen.
Fréttablaðið/Getty

Ballaðan sem hann skrifaði árið 1973, Send in the Clowns, hefur verið tekin upp mjög oft af mörgum tón­listar­mönnum og þar á meðal Frank Sinatra og Judy Collins.