Dúndrandi stemmning var á tónleikum Gleðigöngunnar í Hljómskálagarðinum í dag. Tónlistafólk og hátíðargestir sungu með þekktum lögum sem spiluð voru í dag. Kóngur gleðigöngunnar Páll Óskar tók að sjálfsögðu sína vinsælustu smelli og söng hann nýja útgáfu Ég er eins og ég er ásamt Aaroni Ísaki við mikinn fögnuð gesta.

Allt listafólkið sem fram kom í dag fagnaði fjölbreytileikanum og studdi boðskap Hinsegin daga á sviðinu í dag. Þá mátti sjá marga fána blakta í vindinum ásamt að því sem virtust vera tugir af konfettísprengjum.

Litríkir tónleikagestir

Tónleikum lauk á fimmta tímanum í dag en ljóst er að gleðin mun lifa áfram í hjörtum tónleikagesta. Margir voru búnir að klæða sig í litríkan klæðnað af tilefni dagsins en hér fyrir neðan má sjá myndir af tónleiknum í dag.

Palli kemur við á mörgum stöðum í dag en hann þandi raddböndin í göngunni sem og á sviðinu og mun gera slíkt hið sama á Pallaballi í kvöld.
Fréttablaðið/Anton Brink
Drottningar skörtuðu sínu fegursta í Hljómskálagarðinum.
Fréttablaðið/Anton Brink
Ungir sem aldnir skemmtu sér vel.
Fréttablaðið/Anton Brink
Ekki er ljóst hvort þessi páfugl hafi klætt sig sérstaklega upp fyrir daginn.
Fréttablaðið/Anton Brink
Tónleikagesti sungu með.
Fréttablaðið/Anton Brink
Klemens sprangaði um sviðið íklæddur leðurólum að vanda.
Fréttablaðið/Anton Brink
Klemens virðist hafa klippt á sér hárið í tilefni dagsins.
Fréttablaðið/Anton Brink
Andrean veifaði fána hinsegin fólks á sviðinu í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fagrir tónar léku um tónleikagesti.
Fréttablaðið/Anton Brink
Aðdáendur mynduðu það sem fram fór á sviðinu.
Fréttablaðið/Anton Brink