Kvennalandsliðið í knattspyrnu tóku dansinn við lagið, Síðan hittumst við aftur, Helga Björnssyni í Poznan í Póllandi, og virtust þær skemmta sér konunglega.

Stúlkunum er greinilega margt til lista lagt, en Gunnhildur Yrsa dansaði með mikilli innlifun og náði Glódísi Perlu Viggósdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur með sér í stuðið á meðan Hallbera Guðný Gísladóttir söng hástöfum.

Stelpurnar okkar hafa verið við æfingar í Póllandi undanfarna daga en halda yfir til Þýskalands á næstunni þar sem undirbúningurinn fyrir Evrópumótið heldur áfram.

Þær æfa á æfingasvæði Puma á næstu dögum áður en haldið er til Englands þar sem Belgar verða fyrstu andstæðingar Íslands næsta sunnudag.