Lífið

Stelpur skulda heiminum ekki neitt

Dóra Júlía Agnarsdóttir gefur út sitt fyrsta lag á miðnætti undir listamannsnafninu J’adora. Lagið er um kúl stelpur sem bara fá að vera þær sjálfar óháð fyrirfram ákveðnu normi sem ákveðið var af feðraveldinu.

Dóra Júlía verður með gleði á Petersen svítunni annað kvöld þar sem hinir nýju tónar munu fá að hljóma. Bleikt þema verður um alla svítuna allt frá bleikum drykkjum að bleikum makkarónum. Myndir/Anna Pálma

Stundum er eins og stelpur þurfi að útskýra allt sem þær gera. Hvernig þær klæða sig og af hverju, hvernig þær haga sér hverju sinni, hvað þær segja og gera. En þær skulda ekki heiminum endalausa útskýringu á sjálfri sér. Þannig að lagið fjallar um kúl gellur sem eru bara að gera sitt og þannig í raun að standa með sjálfum sér,“ segir Dóra Júlía Agnarsdóttir sem gefur út sitt fyrsta lag undir listamannsnafninu J’Adora í samstarfi við Rok Records.

Pálmi Ragnar Ásgeirsson, úr tvíeykinu StopWaitGo, samdi lagið og það var upprunalega gert fyrir Hagkaupsauglýsingu. Stefið festist og vildi hann gera eitthvað meira úr því og hafði samband við Dóru. „Okkur datt í hug að gera smá þema úr þessu og þannig varð til þessi Art Pop pæling. Út frá því höfðum við samband við Ágústu Ýri, sjónlistamann í New York, og hún gerði þetta líka snilldarmyndband. Stella Rósenkranz danshöfundur kom inn í þetta með hreyfingar og danspælingar,“ segir hún.

Hún segir að þótt lagið sé eftir Pálma sé heildarpakkinn eftir sig. „Þetta er algjört girl power,“ segir hún ákveðin. „Það er eitthvað sem ég hef staðið fyrir allt mitt líf. Það má segja að heildarmynd lagsins sé út frá mér sjálfri sem og öðrum stelpum sem vilja bara fá að vera þær sjálfar óháð þessu fyrir fram ákveðna normi sem fyrrverandi feðraveldi hefur svolítið ákvarðað.“

Dóra Júlía lærði listfræði í Háskólanum og segist hafa mikinn áhuga á listrænni stjórnun og hvernig ólík listform vinna saman. „Hugmyndin var að búa til eitthvað svolítið nýtt og skemmtilegt, þetta Art Pop dæmi. Að blanda saman ólíkum listformum, sem var til dæmis það sem ég skrifaði BA-ritgerðina mína í háskólanum um. Ný bylgja af poppi, sem blandar líka inn pælingum í okkar lífi.“

Myndir/Anna Pálma

Dóra Júlía í nokkrum orðum

Af hverju ertu að gefa út lag? Af hverju ekki, möguleikarnir eru endalausir.

Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Bleikur.

Uppáhaldsfatamerki? Zadig&Voltaire, Alexander McQueen.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Kate Moss, Edie Sedgwick og Audrey Hepburn. Yngri stelpur og stelpur útum allt.

Hver eru þín skilaboð til kvenna? Ekki takmarka þig því einhverjum öðrum finnst óþægilegt hvernig þú ert.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Brúðkaupsferð í Veiðivötn

Menning

Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu

Lífið

Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni

Auglýsing

Nýjast

Sam­einuð á 40 ára af­mæli Grea­se

Mega afmæli Dominos í dag

Litríkt og mynstrað haust í Comma

Rakel Ósk bjargaði geð­heilsunni með pönkljóð­list

Glæný og fersk vörumerki í Brandtex

Söngdívan Aretha Franklin er látin

Auglýsing