Íbúðin er 257,5 fermetra með 6 herbergjum og er á tveimur hæðum í nýlegu og vönduðu húsi við Mýrargötu 31 í Reykjavík. Þaksvalir með heitum potti út af efri hæð og svalir til suðurs út af neðri hæð.

Stella hannaði og innréttaði íbúðina eftir draumastíl þeirra hjóna og er útkoman glæsileg. „Hönnun íbúðarinnar er stílhrein og tímalaus. Hönnun í mínum huga er að samræma bæði ytra og innra útlit hússins, þar sem öll smáatriði skipta ekki síður máli en heildarmyndin sjálf,“segir Stella sem naut þess að gera íbúðina að þeirra. Stella var í þættinum Matur og Heimili í vetur þar sem áhorfendur fengu innsýn í hönnun hennar og heimilisstíl. Hér má sjá þáttinn Matur & Heimili.

Mýrargata

Mýrargata 3

Mýrargata 4

Einnig má sjá myndir af íbúðinni hér sem er einstaklega fallega hönnuð, tímalaus þar sem einfaldleikinn fær að njóta sín til fulls.

Hér má sjá nánari lýsingu á fasteignavef Vísi.