Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir, leik­kona, birti færslu á Face­book-síðu sinni í dag þar sem hún varar við neyslu á­fengis sam­hliða lyfja­notkun. Steinunn Ó­lína segist vilja „leggja orð í belg í þá um­ræðu um byrlunar­far­aldur þann sem kallaður er“.

Steinunn varar við því að fólk gefist sið­fárinu á vald og bendir á að fólk geti upp­lifað á­stand svipuðu því að vera byrlað ef það neytir á­fengis ofan í kvíða- eða þung­lyndis­lyf, segist hún raunar sjálf hafa lent í því marg­oft.

„Á­fengi er efni sem fólk ætti aldrei að neyta á fastandi maga, þreytt og illa fyrir kallað og helst aldrei sam­hliða sumum lyfjum. Það eru marg­reynd vísindi að bæði SSRI lyf þ.e al­geng þung­lyndis­lyf og ben­sólyf ss. eins og hið vin­sæla kvíða­lyf Sobril eru af­skap­lega ó­heppi­leg í fé­lagi við á­fengi. Mörg önnur vel þekkt lyf hafa einnig nei­kvæða verkun á á­hrif á­fengis í blóðinu en af öðrum lyfjum en fyrr­nefndum hef ég ekki per­sónu­lega reynslu og get því ekki tjáð mig um það af neinu viti,“ skrifar hún.

Steinunn segist hafa hætt að drekka fyrir tæpum tíu árum síðan en meðan hún drakk tók hún bæði þung­lyndis­lyf og kvíða­lyf um þriggja ára skeið og fór sú blanda vægast sagt illa saman.

„Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauð­víns­glös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafn­vel gengið frá í eld­húsinu, sett í þvotta­vél, horft á hálfa bíó­mynd og staðið í hróka­sam­ræðum við bónda minn áður en ég sofnaði frið­sæl á koddanum.“

Þá segist hún einnig hafa svarað tölvu­póstum að kvöldi til skýrt og skil­merki­lega án þess að muna nokkuð eftir því morguninn eftir.

„Ég sýndi af mér á stundum undir á­hrifum á­fengis og ofan­greindra lyfja kyn­ferðis­lega til­burði og á­hættu­hegðun sem fengju nektar­dansara og stunt­leikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Ein­hvers­konar sið­rof.

Ég upp­lifði líka skelfi­lega hluti, eins og að skottast út í búð að kvöld­lagi, að mér fannst lítið drukkin og vakna til sjálfrar mín eins og úr öðrum heimi eftir að hafa hlaupið í sjálfs­tor­tímingar­ham yfir hrað­braut í Los Angeles,“ skrifar Steinunn.

Steinunn segist gera sér grein fyrir því að skrif hennar muni ekki koma í veg fyrir að ó­prúttnir aðilar „reyni að koma vilja sínum fram með ýmsum leiðum“. En hún segist þó vera „ljón­heppin“ að hafa sjálf aldrei lent í því að ein­hver nýtti sér á­stand hennar þvert gegn vilja hennar.

„Eftir stendur að ég bar alla á­byrgð á því sjálf full­orðin manneskjan að neyta á­fengis ofan í lyf sem vand­lega er varað við af læknum og á leið­beiningum að gera. Það mætti að mínu mati í sam­fé­lagi sem borðar þau ó­grynni af þung­lyndis og kvíða­lyfjum brýna fyrir fólki þá á­hættu sem því fylgir að nota á­fengi þeim sam­hliða,“ skrifar Steinunn.

Færsla Steinunnar hefur vakið gífur­lega at­hygli og hafa nærri 450 manns „líkað“ við hana og hátt í 90 manns skrifað um­mæli við hana. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við færsluna og gagnrýna Steinunni fyrir að rugla saman alkóhólisma og byrlunum.

„Það er drullu­fúlt í þeim á­fengiskúltúr sem hér er í há­vegum hafður að geta ekki drukkið sér til skemmtunar sam­fara ýmsum lyfjum en því miður er það reynsla mín og margra annarar auk þess að vera vísinda­lega sannað að sam­verkun kvíða og þung­lyndis­lyfja með á­fengi getur valdið marg­földun á­fengis­á­hrifa, ó­eðli­legri syfju, ó­stjórn á hreyfingum, radds­löri, gleymsku, of­læti, ó­eðli­legri hvat­vísi og ó­vana­lega ó­sæmi­legri hegðun, hreinu siðrofi, brengluðu tíma­skyni, ó­væntri og bráðri of­beldis­hneigð og svo hreinu og kláru minnistapi,“ skrifar Steinunn að lokum.