Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir, leik­kona og rit­stjóri Kvenna­blaðsins, og Berg­sveinn Birgis­son, rit­höfundur, eru byrjuð saman en fyrst var greint frá þessu á vef DV.

Berg­sveinn sagði meðal annars ítar­lega frá flutningum sínum til Noregs í við­tali við Frétta­blaðið árið 2016. Hann hefur til að mynda verið sleginn til riddara af Haraldi fimmta Noregs­konungi. Hann flutti til Noregs til að lesa trúar­bragða­sögu sér­stak­lega í tengslum við nor­ræna goða­fræði.

Vart þarf að kynna Steinunni Ó­línu en hún hefur leikið í fjöl­mörgum sjón­varps­þáttum og kvik­myndum og meðal annars stýrt spjall­þætti á RÚV. Þá rit­stýrði hún Kvenna­blaðinu um ára­bil og vekur jafnan at­hygli fyrir hrein­skipta pistla sína á vef Frétta­blaðsins.

Þar hefur hún meðal annars tjáð sig um sam­búð sína með Möggu Stínu tón­listar­konu og æsku­vin­konu sinni, í kjöl­far and­láts eigin­manns hennar, Stefáns Karls Stefáns­sonar, sem lést í ágúst í fyrra eftir bar­áttu við krabba­mein.