Leik­kona og fjöl­miðla­konan Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir minnist vin­konu sinnar Helen McCr­ory á faceook í kvöld.

Helen McCr­ory lést 52 ára að aldri eftir harða bar­áttu við krabba­mein. Eigin­­maður hennar Damian Lewis greindi frá and­láti hennar á twitter síðu sinni fyrr í dag.

„Elsku vin­kona mín Helen McCr­ory hefur farið frá okkur allt­of snemma,“ skrifar Steinunn Ó­lína. „Hún var ein­stök vin­kona, greind, hæfi­leika­rík og fyndnasta kona sem ég hef kynnst. Hennar verður sárt saknað.“

„Elskan, ég mun fá mér Minute Maid og Kit-Kat í morgun­mat þér til heiðurs. Hinn á­kjósan­legi morgun­verður sem enginn elskar nema við. Einn daginn munu vísindi sanna að það sé rétt,“ skrifar Steinunn enn fremur.

Að sögn Lewis lést McCr­ory á heimili sínu um­­vafin ást­vinum. „Hún dó eins og hún lifði. Ótta­­laus,“ skrifaði Lewis á twitter í dag.

McCr­ory var þekktust fyrir hlut­­verk sitt sem Aunt Polly í bresku sjón­­varps­þáttunum Pea­ky Blinders. Þá lét hún Narcissu Mal­foy, móðir Draco Mal­foy í Harry Potter.

Helen McCrory lést úr krabbameini 52 ára gömul.
Ljósmynd/AFP

My dearest friend Helen McCrory has left us much too soon. She was a friend like no other, intelligent, talented and the...

Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Föstudagur, 16. apríl 2021