Leikarinn og grín­istinn Stein­þór Hróar Stein­þórs­son, eða Steindi Jr. eins og hann er betur þekktur og konan hans Sig­rún Sigurðar­dóttir eignuðust dóttur.

Steindi tilkynnti þetta á Instagram síðu sinni:

„Við gætum ekki verið hamingjusamari með nýja fjölskyldumeðliminn og ég gæti ekki verið stoltari af Sigrúnu að hafa gengið í gegnum þetta aftur. Þvílíkt hörkutól. Móðir og barni heilsast vel."

Um er að ræða annað barn þeirra en þau eiga fyrir dótturina Ronju Nótt.

Steindi tilkynnti á eftirminnilegan hátt frá því að þau ættu von á barni þegar hann sagði að lítill drullu­sokkur væri á leiðinni.