Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr. og Sigrún Sigurðardóttir keyptu glæsilegt einbýlishús við Litlakrika í Mosfellsbæ, fyrir 127 milljónir króna.

Smartland greinir frá.

Húsið sem er byggt árið 2012 er á 264,9 fermetrar að stærð, og á einni hæð. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, fataherbergi og samliggjandi eldhús og stofa.

Parið á tvær dætur og má ætla að það muni fara einkar vel um fjölskylduna í nýja húsinu, sem þau hafa verið að gera upp.

Áður fyrr bjó fjölskyldan í raðhúsi, einnig í Mosfellsbæ sem þau seldu á síðasta ári.

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar