Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hafa vakið upp líflegar umræður á stjórnmála-Twitter. Skrautlegar myndlíkingar um ríkisstjórnina hafa vakið athygli, sú vinsælasta að líkja samstarfinu við hjónaband í erfiðleikum.

Eva Pandora grípur Bjarna Ben við að skrökva þegar hann segir þingmenn enn bera grímur í þingsal, sem reyndist ekki vera satt. Gísli Marteinn talar um sokkana hans Björn Leví og Brynjar Níelsen segist þurfa að vera lyfjaður til að fylgjast með.

Og alls konar fleira.