Mein­ing­in er að leggj­a af stað í göng­un­a að­far­a­nótt sunn­u­dags,“ seg­ir Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, einn skip­u­leggj­end­a styrkt­ar­göng­u sem 130 kon­ur eru bók­að­ar í. Ferð­inn­i er heit­ið upp á Hvann­a­dals­hnúk sem í þess­ar­i göng­u er nefnd­ur Kvenn­a­dals­hnúk­ur. Leið­ang­urs­stjór­ar eru ofur-Snjó­dríf­urn­ar Bryn­hild­ur Ólafs­dótt­ir og Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir. Geng­ið er í nafn­i Lífs­krafts og mark­mið­ið er að afla fjár til góðs mál­efn­is.

Kar­en er í ís­klifr­i í Breið­a­merk­ur­jökl­i þeg­ar ég heyr­i í henn­i. Þar er hún á­samt Soff­í­u S. Sig­ur­geirs­dótt­ur sem einn­ig er í skip­u­lag­steym­in­u. Ey­fell­ing­ur­inn Ólaf­ur Þór Krist­ins­son sem starfar hjá Lo­cal Gu­i­de er leið­sög­u­mað­ur þeirr­a. „Við Soff­í­a ætl­um ekki í göng­un­a að þess­u sinn­i, held­ur vera í grunn­búð­ar­störf­um á jafn­slétt­u,“ seg­ir Kar­en. „Ég hef far­ið áður á topp­inn og Soff­í­a er að jafn­a sig eft­ir að­gerð á fæti. En nú ætla ég að rétt­a henn­i sím­ann svo hún geti sagt þér allt um söfn­un­in­a.“

Starf­a með Lífi og Kraft­i

„Já, við erum að safn­a pen­ing í verð­ugt verk­efn­i. Það snýst um að bæta að­bún­að fólks á nýrr­i deild á Land­spít­al­an­um sem tek­ur á móti fólk­i með krabb­a­mein og blóð­sjúk­dóm­a,“ lýs­ir Soff­í­a og held­ur á­fram.

Soff­í­a Sig­ur­geirs­dótt­ir, Kar­en Kjart­ans­dótt­ir og Anna Krist­ín Kristj­áns­dótt­ir við Breið­a­merk­ur­jök­ul á leið í ís­klif­ur og ís­hell­a­skoð­un. Anna er eina af þeim sem ætl­ar að labb­a á Hnúk­inn.
Mynd/Ólafur Þór

„Þar eru ein­angr­un­ar­her­berg­i sem sjúk­ling­ar þurf­a að dvelj­a í jafn­vel marg­a mán­uð­i. Við hlust­um og fylgj­um eft­ir skoð­un­um og þörf­um styrkt­ar­fé­lag­ann­a Lífs og Krafts og störf­um með þeim. Út frá upp­lif­un fólks inn­an þeirr­a fé­lag­a vit­um við hvað vant­ar. Við erum að tala um auk­in þæg­ind­i, svo sem góða hæg­ind­a­stól­a, tæki á borð við iP­had­a, rétt­a lýs­ing­u, liti á vegg­i og fleir­a sem létt­ir sjúk­ling­um lund­in­a og líf­ið og ger­ir vist­in­a auð­veld­ar­i. Það skipt­ir mikl­u máli. Við fáum tæk­i­fær­i til að gera þett­a í sam­starf­i við spít­al­ann og það er frá­bært. Eins og all­ir vita, vant­ar allt­af fjár­mun­i í rekst­ur­inn og þá sitj­a svon­a hlut­ir á hak­an­um.“

Skipt upp í á­tján göng­u­hóp­a

Kvenn­a­hóp­ur­inn sem ætl­ar í göng­un­a er all­ur kom­inn aust­ur í Ör­æf­i enda var ferð­in fyr­ir­hug­uð á laug­ar­dag 1. maí en vegn­a veð­ur­út­lits þótt­i leið­ang­ur­stjór­um hygg­i­legr­a að frest­a henn­i í sól­ar­hring, að sögn Kar­en­ar sem aft­ur er kom­in á lín­un­a. „Við gist­um á Hnapp­a­völl­um, í stærst­a hót­el­i sveit­ar­inn­ar, erum all­ar skráð­ar í viss sótt­varn­ar­hólf og fjar­lægð­ar­regl­um verð­ur líka fylgt á göng­unn­i. Sjö verð­a í hverr­i línu, að með­taldr­i jökl­a­leið­sög­u­kon­u og slík­ir hóp­ar verð­a 18,“ út­skýr­ir hún. „Svo verð­um við fjór­ar á jafn­slétt­u sem sjá­um um mót­tök­ur hetj­ann­a þeg­ar þær koma nið­ur.“

Fyr­ir­kom­u­lag söfn­un­ar

  • Hægt er að styðj­a við Lífs­kraft með því að send­a SMS í sím­a­núm­er­ið 1900
  • Send­ið text­ann “LIF1000” fyr­ir 1.000
  • Send­ið text­ann LIF3000 fyr­ir 3.000
  • Send­ið text­ann LIF5000 fyr­ir 5.000
  • Send­ið text­ann LIF10000 fyr­ir 10.000
  • Einn­ig er hægt að leggj­a inn á reikn­ing 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR app­in­u í síma 789 4010.