Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri, hafði stein­gleymt Euro­vision að­dá­enda­blogg­síðu sem hann hafði haldið uppi á­samt eigin­konu sinni, Helgu Snæ­björns­dóttur, þegar Frétta­blaðið náði af honum tali í dag.

Á síðunni, euro­vision­sam­kva­emi.blog­spot.com, má finna „skemmti­efni og fróð­leik fyrir væntan­lega þátt­tak­endur í hinu ár­lega Euro­vision­sam­kvæmi Stefáns og Helgu.“ Í síðustu færslunni sem birt er á síðunni, þann 20. maí árið 2005 fer Stefán yfir það hvers vegna Selma Björns­dóttir komst ekki í úr­slita­keppnina í Kænu­garði með laginu sínu „If I Had Your Love.“

„Skýringar á slöku gengi ís­lenska lagsins eru margar sam­kvæmt þeim fjöl­mörgu sér­fræðingum sem haft hafa sam­band. Í fyrsta lagi benda menn á þá aug­ljósu stað­reynd að hag­kvæmnis­sjónar­miðin hafi fengið að ráða of miklu þegar á­kveðið var að notast við sama búning og Selma notar í á­vaxta­körfunni. Í öðru lagi er aug­ljóst að Selma toppaði allt­of fljótt, og var farin að dala þegar nær dró, eins og hef­bundið er með ís­lenska sund­menn á Ólympíu­leikum. Í þriðja lagi stóð öðrum löndum mikil ógn af henni í aðal­keppninni og því aug­ljós­lega skyn­sam­legt að halda henni ein­fald­lega frá þeirri keppni. Allt lagðist þetta á eitt og út­koman í sam­ræmi við það.“

Vefsíðan hefur ekki verið virk síðan árið 2005.
Fréttablaðið/Skjáskot

Mikil þörf á Eurovision á þessum tímum

Í sam­tali við Frétta­blaðið segist Stefán hafa stein­gleymt um­ræddri að­dá­enda­síðu. Á­hugi hans og að­dáun á keppninni hefur þó ekkert dvalað, þvert á móti.

„Þetta er svo­lítið gamalt gigg. Það hefur nú ekki farið fram­hjá vinum mínum og fjöl­skyldu og núna fleirum,“ segir Stefán léttur í bragði spurður út í á­hugann á Euro­vision.

„Það bættist við barn í hópinn þarna 2006 og þá dró nú að­eins úr þessu partý­haldi en þá breyttist það meira í svona fjöl­skyldu­boð. Við höfum alltaf haldið uppi mikilli Euro­vision stemningu á okkar heimili, svo ára­tugum skiptir. Þannig þessi á­hugi er alls ekki ný­til­kominn.“

Stefán segist ætla að kíkja sjálfur á síðuna. „Ég þarf að fara að finna hana maður. Ég man ekkert eftir þessu, jesús minn,“ segir hann léttur í bragði. Viður­kennir að hann hafi stein­gleymt henni. „Ég er bara búinn að stein­gleyma henni. Bloggið datt auð­vitað úr tísku fyrir all­nokkru og sam­fé­lags­miðlarnir tóku við. En þetta lifir greini­lega góðu lífi í net­heimum, sem er á­gætt.“

Hann viður­kennir að það hafi verið erfitt þegar Selma komst ekki á­fram en kannski ekki í líkingu við það sem á sér stað í ár.

„Það eru auð­vitað á­kveðin von­brigði að missa út aðal­keppnina, ekki síst af því að við áttum bullandi mögu­leika á sigri. Það er hins vegar enginn skortur á hug­myndum um hvernig við getum haldið upp á þessi tíma­mót eða Euro­vision gleðina í maí. Við munum finna ein­hverja góða leið til þess að gera það fyrir alla. Í rauninni held ég að Evrópa hafi mikla þörf á Euro­vision á þessum tímum, í hvaða mynd svo sem það verður. En það verður í góðri mynd, ég get lofað því.“