Það hefur ef­laust ekki farið fram­hjá neinum að for­svars­menn flug­fé­lagsins sem áður var kennt við WAB Air kynntu í morgun nýtt nafn flug­fé­lagsins, nafnið PLAY. Ís­lendingar hafa ekki farið var­hluta af því og ræddu margir nafnið á Twitter og grínuðust með það.


Þannig er grín­istinn og leikarinn Þor­steinn Guð­munds­son þess full­viss um að starfs­menn muni kalla sig „Play­boys og Playgirls“ ef marka má eitt tístanna hans. Þá spyr Margrét Erla Maack hvort kominn sé veð­mála­stuðull á Dir­ty We­e­kend aug­lýsingar frá Play Air.

Bobby Breið­holt gengur svo langt að full­yrða að ef eitt­hvað orða­grín verði í kringum aug­lýsingar fé­lagsins um „Play Air - Player“ að þá neiti hann ein­fald­lega að fljúga með þeim. Þá spyr Hildur Karen hvort þetta „séu ekki bara ein­hverjir playerar þarna hjá Playair,“ í fyndnu tísti. „Nei ég segi nú bara svona heheheheheh,“ skrifar hún svo.

Fleiri fyndin tíst má sjá hér að neðan.

Lífsgildin.

Munu flugmennirnir kallast Wing-menn?

Prófuðu þeir ekki að segja þetta upphátt?

Verða skrifstofurnar í Kópavogi?

Það gæti orðið mikið um orðagrín.