Fréttir bárust af því í síðustu viku að yfir­völd í Kali­forníu­fylki hyggist lög­sækja tölvu­leikja­fyrir­tækið Acti­vision Blizzard fyrir eitraða vinnu­staða­menningu sem hefur fengið að grassera í fyrir­tækinu um margra ára skeið þar sem kven­kyns starfs­menn hafa í­trekað mátt sæta kyn­ferðis­legri á­reitni af hendi karl­kyns sam­starfs­fé­laga. Þekktasta af­urð fyrir­tækisins er án efa tölvu­leikurinn World of Warcraft sem hefur verið einn vin­sælasti net­tölvu­leikur heims í meira en fimm­tán ár.

Ýmsar sláandi lýsingar koma fram í lög­sókninni, þar á meðal frá­sagnir af grófu vinnu­staða­á­reiti þar sem karl­kyns starfs­menn eru sagðir hafa dreift nektar­myndum af kven­kyns kollegum sínum í jóla­partýi vinnu­staðarins og svo­kallað „klefarölt“ þar sem starfs­menn helltu sig fulla, tróðu sér inn á skrif­stofur sam­starfs­kvenna sinna og sýndu ó­við­eig­andi hegðun.

Sumir nú­verandi og fyrr­verandi starfs­menn fyrir­tækisins hafa deilt sögum á sam­fé­lags­miðlum, þar á meðal Jeff Hamilton, yfir­maður kerfiskönnunar World of Warcraft, sem segir að fram­leiðsla leiksins hafi svo gott sem stöðvast vegna þess til­finninga­lega um­róts sem lög­sóknin hefur valdið hjá starfs­mönnum.

Algjörlega óásættanlegt

„Mér er líkam­lega ó­glatt af þeim hræði­legu á­föllum sem sam­starfs­menn mínir, vinir og kollegar hafa mátt sæta,“ skrifar Hamilton í löngum þræði á Twitter.

Acti­vision Blizzard vísaði á­sökununum á bug í yfir­lýsingu sem fyrir­tækið sendi frá sér í síðustu viku þar sem þau segja lög­sóknina inni­halda ýktar og í sumum til­vikum falskar frá­sagnir. Hamilton segist harma við­brögð fyrir­tækisins.

„Mér þykir svar fyrir­tækisins al­gjör­lega ó­á­sættan­legt. Ég stend ekki með því, ekki á neinn hátt. Það er vont að sölsa undir sig sögur fórnar­lamba og nota þær sem rök­fræði­legt bar­efli, og það er and­styggi­legt að svara svona á­sökunum með ein­hverju öðru en vel út­hugsaðri á­ætlun um að bæta fyrir um­rædda mis­notkun.“

Þá segir hann starfs­menn fyrir­tækisins vera í það miklu á­falli að vinna hafi hrein­lega stöðvast við leikinn.

„Ég veit ekki hvað skal gera. Ég er ekki með öll svörin. Ég get sagt ykkur að nánast engin vinna fer fram við World of Warcraft núna á meðan þessi við­bjóður spilast út. Og það gagnast engum – ekki spilurunum, ekki for­riturunum, ekki hlut­höfunum,“ hélt hann á­fram.

Í lok þráðarins bendir Hamilton á rúm­lega þrjá­tíu nú­verandi og fyrr­verandi starfs­menn Blizzard sem hafa einnig deilt sögum sínum og tekið hafa undir á­sakanir um eitraða vinnu­staða­menningu fyrir­tækisins.