Starfs­fólk bresku konungs­fjöl­skyldunnar er reiðu­búið til þess að lög­sækja her­toga­hjónin Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins ef væntan­leg sjálfs­ævi­saga prinsins er ó­ná­kvæm. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá til­kynnti prinsinn í síðustu viku að vinna væri hafin við bókina. Hún á að koma út á næsta ári, á 70 ára af­mæli valda­tíðar Elísa­betu. Aðrir í konungs­fjöl­skyldunni hafa miklar á­hyggjur af því og segja það van­virðingu við drottninguna að bókin komi út sama árið.

The Sun full­yrðir að þó nokkrir starfs­menn hallarinnar hafi á­hyggjur af því að frá­sagnir prinsins og her­toga­ynjunnar verði ein­hliða um sam­skipti þeirra við starfs­fólk. Her­toga­hjónin hafa í­trekað greint frá erfiðum tímum í Bret­landi en starfs­fólk hallarinnar hefur þvert á móti sakað her­toga­ynjuna um að hafa leikið starfs­fólk grátt.

„Sumir starfs­menn ein­fald­lega treysta því ekki að þau muni segja satt og rétt frá, allt vegna Opruh Win­frey við­talsins,“ segir heimildar­maður breska götu­blaðsins. Heims­at­hygli vakti í mars síðast­liðnum þegar hjónin opnuðu sig upp á gátt um tíma sinn í Bret­landi í sam­tali við banda­rísku sjón­varps­drottninguna.

„Starfs­mennirnir hafa nú þegar rætt það til hvaða bragðs þau eigi að taka til að vernda orð­spor sitt og konungs­fjöl­skyldunnar í kjöl­far út­gáfunnar,“ segir heimildar­maðurinn sem ekki er nafn­greindur.

Þá segir heimildar­maðurinn að starfs­fólki verði hugsan­lega gert kleyft að svara fyrir sig í bókinni, á­kveði Harry það. „En þau munu leita réttar síns ef að bókin vegur að mann­orði ein­hvers starfs­manns á ó­sann­gjarnan hátt.“