Mynd­band af Vil­hjálmi Breta­prins þar sem hann stappar stálinu í lítinn dreng sem missti móður sína hefur vakið mikla at­hygli. Horfa má á mynd­bandið neðst í fréttinni.

Mynd­bandið var tekið upp af Sky sjón­varps­stöðinni en Vil­hjálmur heim­sótti húsa­kynni breskra hjálpar­sam­taka fyrir fá­tæka á­samt eigin­konu sinni í vikunni. Þar hittu þau hinn 11 ára gamla Deacon Glover.

Í mynd­bandinu sést Katrín spyrja Deacon hvernig honum líði að mæta þangað og spyr Vil­hjálmur hann þá út í móður hans. Sú heitir Grace Taylor og var 28 ára gömul þegar hún lést á síðasta ári.

„Finnst þér þú geta talað um mömmu þína?“ spyr Vil­hjálmur þá, sem sjálfur missti móður sína, Díönu, sína eins og al­þjóð veit árið 1997.

Sky hefur eftir starfs­manni í mið­stöðinni að Deacon litli hafi verið svekktur að það hafi ekki verið knatt­spyrnu­maður sem kom í heim­sókn.