Myndband af Vilhjálmi Bretaprins þar sem hann stappar stálinu í lítinn dreng sem missti móður sína hefur vakið mikla athygli. Horfa má á myndbandið neðst í fréttinni.
Myndbandið var tekið upp af Sky sjónvarpsstöðinni en Vilhjálmur heimsótti húsakynni breskra hjálparsamtaka fyrir fátæka ásamt eiginkonu sinni í vikunni. Þar hittu þau hinn 11 ára gamla Deacon Glover.
Í myndbandinu sést Katrín spyrja Deacon hvernig honum líði að mæta þangað og spyr Vilhjálmur hann þá út í móður hans. Sú heitir Grace Taylor og var 28 ára gömul þegar hún lést á síðasta ári.
„Finnst þér þú geta talað um mömmu þína?“ spyr Vilhjálmur þá, sem sjálfur missti móður sína, Díönu, sína eins og alþjóð veit árið 1997.
Sky hefur eftir starfsmanni í miðstöðinni að Deacon litli hafi verið svekktur að það hafi ekki verið knattspyrnumaður sem kom í heimsókn.
Prince William has sympathised with an 11-year-old boy who lost his mother last year, telling him that things 'will get easier'.
— Sky News (@SkyNews) January 21, 2022
Read more: https://t.co/Fa1LjSItbU pic.twitter.com/yUxDTpHSlZ