Leik­konan Olivia Col­man, sem kemur til með að fara með hlut­verk Elísa­betar Breta­drottningu í nýjustu seríu af The Crown, hefur nú bæst í hóp frægra aðila sem hafa játað ó­sæmi­lega hegðun í Bucking­ham-höllinni eftir að hún greindi frá því að maðurinn hennar hafi stolið klósett­pappír úr höllinni.

Colman leikur Elísabetu Bretadrottningu í þriðju seríu af Netflix þáttunum The Crown.
Fréttablaðið/Getty

Svo virðist vera að vin­sælt sé að stela klósett­pappír úr höllinni sem og að neyta fíkni­efna þar. Frétta­veitan BBC tók saman nokkra þeirra sem hafa játað slæma hegðun í höllinni en meðal þeirra eru með­limir Bítlanna, krydd­pían Emma Bunton og grín­istinn Stephen Fry.

Bítlarnir

Fréttablaðið/Getty

John Lennon hélt því fram að hann og aðrir með­limir Bítlanna hafi reykt gras inni á salerni í höllinni áður en þeir tóku við MBE-orðu breska ríkisins árið 1965. Geor­ge Har­ri­son neitaði því þó síðar meir að þeir hefðu reykt gras og að­eins hafi verið um venju­legar sígarettur að ræða.

Emma Bunton

Fréttablaðið/Getty

Krydd­pían Emma Bunton viður­kenndi í sjón­varps­þætti ITV2 rásarinnar að hún hafi stolið skilti frá kvenna­klósetti hallarinnar. At­vikið átti sér stað árið 2002 þegar Bunton var boðið að skemmta drottningunni á fimm­tíu ára af­mæli em­bættis­töku hennar.

Stephen Fry

Fréttablaðið/Getty

Grín­istinn og rit­höfundurinn Stephen Fry játaði í ævi­sögu sinni að hafa meðal annars neytt kókaíns í höllinni. Þar að auki viður­kenndi hann að hafa neytt fíkni­efna á fjöl­mörgum öðrum stöðum, til dæmis í lávarða­deild breska þingsins.

Pi­ers Morgan

Fréttablaðið/Getty

Sjón­varps­maðurinn Pi­ers Morgan hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að stela klósett­pappír af frægu fólki. Að sögn Morgans var klósett­rúlla drottningarinnar við hlið klósett­rúllu sjón­varps­mannsins Simon Cowell í safni hans.

Denise Van Ou­ten

Fréttablaðið/Getty

Sjón­varps­kynnirinn Denise Van Ou­ten viður­kenndi að hafa tekið ösku­bakka og kassa af pappírs­þurrkum úr höllinni árið 1998. Hún sagðist þó að­eins hafa fengið hlutina „að láni“ og sendi þá til baka með lítilli gjöf í formi kamel­dýra­bangsa.

Robbie Willi­ams

Fréttablaðið/Getty

Söngvarinn Robbie Willi­ams játaði árið 2017 að hann hafi reykt gras í höllinni eftir að hann neitaði því að hafa orðið veikur þar. Talið er að at­vikið hafi átt sér stað árið 2012 þegar sex­tíu ár voru frá em­bættis­töku drottningarinnar.