Menning

Stál­smiðjan vaknar

Það eru ekki bara rokkarar sem fjöl­menna á Nes­kaups­stað nú um helgina. Í gömlu verk­smiðju­hús­næði vekja ungir lista­menn upp gamla sögu og taka upp þráðinn frá fyrri tíð. Stál­smiðjan vaknar á ný.

Stál­smiðjan opnaði dyr sínar fyrir gesti og gangandi klukkan tvö á föstudag og verður einnig opin á laugardag. Mynd/Aðsend

Tara Njála Ingvars­dóttir og Silf­rún Una Guð­laugs­dóttir, mynd­lista­nemar í Lista­há­skóla Ís­lands, fengu það verk­efni að vekja Stál­smiðjuna aftur til lífsins eftir fjögurra ára þyrni­rósa­svefn.

Þær hafa vakið at­hygli fyrir verk­efnið „Vatns­helda galleríið“. Hug­myndin á bak­við galleríið var að fanga þá stemningu sem myndast á opnunar­at­höfnum lista­sýninga. Mynd­lista­konurnar ferðuðust því með strúktúr sem Tara smíðaði í skólanum á milli staða og buðu mis­munandi lista­mönnum að halda opnunar­sýningar. 

Dag eftir dag var því ný opnun í Vatns­helda galleríinu, sem dregur nafn sitt af því að verkin þurftu að vera vatns­held þar sem þau voru sýnd undir berum himni. Í kjöl­farið af góðu sam­starfi fengu þær á­bendingu frá kennaranum sínum að sækja um að stjórna endur­lífgun Stál­smiðjunnar á Nes­kaups­stað.

Rex Pistols í Stálsmiðjunni. Mynd/Aðsend

Upphaf Stálsmiðjunnar

Í gömlu steyptu hús­næði sem stendur á eyrinni í hjarta bæjarins var eitt sinn stál­smiðja. Árið 2009 átti að rífa bygginguna, niður­rifi var frestað fram á haust og Hákon Hildi­brand, ungur maður úr kaup­túninu, fékk tæki­færi til að nýta húsið undir list­við­burði. 

Í kringum Eistna­flug sumarið 2009 safnaðist hópur lista­fólks saman í húsinu sem Hákon lýsir sem fal­legu art deco verk­smiðju­hús­næði. 

„Það varð til ein­hvers­konar skyndi­bræðingur, sem sló í gegn,“ segir Hákon, staðar­haldari í Nes­kaups­stað, í sam­tali við Frétta­blaðið. 
Stál­smiðjan var því hálf­gerð hliðar­dag­skrá sem óx og dafnaði næstu ár. Þarna var heima­til­búin jaðar­sena sem ein­kenndist af myrkri, anark­isma og gruggi. (e. grun­ge) 

„Þetta var því ó­missandi partur af há­tíðinni til 2014 þangað til að bærinn fékk nóg af því. Það átti alltaf að rífa húsið næsta haust og svo næsta haust á eftir. Húsið var í lé­legu á­standi en þetta var hvílt í svo­lítinn tíma. Í ár var mjög há­vær krafa frá Eistna­flugs­gestum og skipu­leggj­endum há­tíðarinnar að það yrði að koma Stál­smiðjunni upp aftur,“ segir hann að lokum.

Þarna var heima­til­búin jaðar­sena sem ein­kenndist af myrkri, anark­isma og gruggi. Mynd/Aðsend

Endurlífgun Stálsmiðjunnar

Stál­smiðjan opnaði dyr sínar fyrir gesti og gangandi klukkan tvö á föstudag og verður einnig opin á laugardag. Blaða­maður náði í þær Töru og Silf­rúnu og heyrði skvaldur og tón­list í bak­grunni sem gaf góða mynd af stemningunni fyrir Austan.

„Við fengum að taka þátt í þessu sam­tali við söguna í húsinu," segir Tara en þær lýsa rýminu sem hálf­gerðu til­rauna­sviði fyrir mynd­list og tón­list. Þetta er búið að vera mjög spennandi,“ segir Tara. Silf­rún tekur undir það og bætir við að þær hafi fengið frjálsar hendur við skipu­lagningu há­tíðarinnar og hafi því viljað leyfa lista­mönnunum sem þær fengu með sér í verk­efnið að njóta sama frelsis í sinni sköpun. 

„Það var svo­lítið kjarninn í þessu að leyfa þessu að flæða.“ Daginn áður en dag­skráin byrjaði hófu lista­mennirnir undir­búning fyrir við­burðinn sem fólst í því að setja upp svið, mála og setja upp inn­setningar í rýmið. Meðal hinna ungu og upp­rennandi lista­manna eru Sól­björt Vera Ómars­dóttir, Ísa­bella Katarína Márus­dóttir, Almar, Lauf­ey Soffía og Ronja Mogen­sen. 

ALMAR í stálsmiðjunni. Mynd/Aðsend

Þegar fólk mætti í Stál­smiðjuna á föstudag mátti sjá lista­mennina mála og vinna í verkum sínum og þannig fylgjast með fram­vindu verkanna. Á meðan á há­tíðinni stendur má því sjá hvernig verkin þróast með tímanum. Þá eru einnig gjörningar og tón­leikar í hús­næðinu þar sem má meðal annars hlýða á Árna Vil, Úlf­úð og Rex Pi­stols. 

„Við vildum bjóða lista­mönnunum að koma saman og kynnast rýminu, þetta er ó­trú­lega skemmti­legt hús,“ segir Tara, „og hrátt líka“ skýtur Silf­rún inn í og bætir við að þegar þær hafi komið fyrst í húsið hafi það verið fullt af eld­gömlum partí-leifum og þær hafi verið með­vitaðar í gegnum ferlið að halda á­fram að spinna sögu hússins.

Meira um viðburðinn hér: Stálsmiðjan

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Ó­­­rit­­skoðaður Þrándur með Tinna á Akur­eyri

Menning

Sól­veigar Ans­pach minnst á Frönsku há­tíðinni

Menning

Bíó­dómur: Æ sér gjöf til gjalda

Auglýsing

Nýjast

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Auglýsing