Fyrrverandi fyrirsætan, Jennifer Flavin, hefur sótt um skilnað gegn eiginmanni sínum Sylvester Stallone, en þau hafa verið gift í 25 ár. Page Six greinir frá málinu og segir hana hafa sótt um skilnaðinn þann nítjánda ágúst, en fjórum dögum síðar vakti ljósmynd af Stallone verðskuldaða athygli.

Húðflúrarinn Zach Perez birti mynd af hasarhetjunni er hann satt í tattústólnum. Þar var verið hylja tattú, sem áður hafði sýnt eiginkonuna, en í staðinn fékk hann sér mynd af hundi, nánar tiltekið bolameistaranum Butkus, sem gerði garðinn frægan í Rocky myndunum ásamt Stallone.

Myndin birtist á Instagram-síðu Perez sem hélt því fram að um væri að ræða besta dag ferills síns, en stuttu eftir birtingu eyddi hann myndinni af samfélagsmiðlum, en skjáskot af henni hefur vakið athygli.

Umboðsmaður Stallone útskýrði að hann hafi ætlað sér að fylla upp í myndina af Flavin, líkt og og gjarnan er gert með gömul tattú, en útkoman hafi komið illa út. Því hafi hann ákveðið að fá mynd af hundinum í staðinn.

Skilnaðurinn verður sá þriðji sem Stallone mun ganga í gegn um, en hann var giftur Sasha Czack frá 1974 til 1985 og Brigitte Nielsen frá 1985 til 1987. Stallone og Flavin giftust árið 1997 og eiga saman þrjár dætur.

Hér sést myndin af bolameistaranum sem er kominn í stað eiginkonunnar, Flavin.
Fréttablaðið/Skjáskot