Helgarblaðið

Staðir teygja sig frá Brjánslæk í Bakkadal

Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag.

Listakonurnar sem sýna á Stöðum í ár, Þorgerður, Hildigunnur Ýr og Gunndís.

Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag.

Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við Þorgerður Ólafsdóttir komum verkefninu Stöðum á laggirnar árið 2014 og það er tvíæringur, svo þetta er þriðja sýningin. Við höfum báðar taugar til Vestfjarða og Þorgerður er hluti af sýningarteyminu þetta árið. Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni við prestssetrið á Brjánslæk og eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir myndskreytt vottorð eftir hana um að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig verður það út sumarið.“

Gunndís Ýr er ættuð að vestan og bókverkið hennar 1,1111% fjallar um fjölskyldulandið í Bakkadal í Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu á bensínstöðinni á Bíldudal þar sem verður staldrað við á leið út í Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður gestum í stutta göngu á morgun.

Hildigunnur hefur unnið með leikskólabörnum í Vesturbyggð. Hún segir mér fyrst frá verki fyrir staðbundna nagla í Flakkaranum á Brjánslæk sem ferðalangar geta átt afrifu af. „En aðalsýningin er i hinum panelklædda fundarsal Vesturbyggðar þar sem listaverk barnanna hanga milli verka eftir Jón Stefánsson og fleiri kanónur í íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda eru krakkarnir að búa til heimsklassamyndir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Helgarblaðið

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Auglýsing

Nýjast

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Auglýsing