Mikil samkeppni er á fasteignamarkaðnum þessa dagana og seljast margar eignir yfir settu verði. Fréttablaðið tók saman nokkrar af stærstu eignunum á höfuðborgarsvæðinu.

Vel staðsett raðhús við Helgubraut í Kópavogi með auka íbúð nálægt Fossvogi og útsýni að Öskjuhlíð er þar á meðal.

Í húsinu eru þrjár hæðir. Á aðalhæð er forstofa, gestasalerni, eldhús, stofa og borðstofa, þaðan gengur stigi að rishæð með fjórum svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og suðursvölum.

Auka íbúð er í kjallara og bílskúr. Ásett verð fyrir eignina er 139,9 milljónir.

Fleiri upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/101 Reykjavík fasteignasala
Mynd/101 Reykjavík fasteignasala
Mynd/101 Reykjavík fasteignasala
Mynd/101 Reykjavík fasteignasala


Í Seljahverfinu í Reykjavík er til sölu endaraðhús við Viðarás 7.

Um er að ræða vel skipulagt hús með 30 fermetra auka íbúð og bílskúr. Húsið er samtals 227, 4 fermetrar að stærð með stórum veröndum á lóð.

Í aðalhúsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Ásett verð fyrir eignina eru 141 milljón. Nánari uppýsingar má finna á fastaeignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala


Sjarmerandi einbýlishús við Grettistgötu 35 í Reykjavík er til sölu á 140 milljónir.

Húsið er 243,5 fermetrar að stærð með tveimur aukaíbúðum og sér bílastæði á lóðinni.

Á fyrstu hæð er eitt svefnherbergi, rúmgóð stofa, eldhús og gestasnyrting. Í risinu eru þrjú svefnherbergi, stofa og rúmgott baðherbergi með bakari.

Sér inngangur er inn í kjallarann, en einnig innangengt úr húsinu. Á lóðinni er skúr sem er í útleigu sem stúdíó íbúð.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Fasteignasalan Bær
Mynd/Fasteignasalan Bær
Mynd/Fasteignasalan Bær
Mynd/Fasteignasalan Bær


Glæsilegt og vel staðsett tveggja hæða einbýlishús við Helgaland 9 í Mosfellsbæ með fallegu útsýni. Húsið er 307,4 fermetrar að stærð og stendur í lokaðri götu með garð sem snýr í suður.

Á efri hæðinni er eldhús, stór og björt stofa með uppteknum loftum. Útgengt er úr holi og stofu á stórar L -laga svalir. Fjögur svefnherbergi eru á herbergisgangi og baðherbergi.

Á neðri hæð hússins eru tvö rúmgóð svefnherbergi, stofa, baðherbergi og þurrgufa. Útgengt er úr baðherbergi á stóran sólpall með heitum potti.

Garðurinn er stór með góðum skjólveggjum og er lækur í garðinum með steymptum botni með lítilli brú yfir.

Ásett verð fyrir eiginina eru 148 milljónir.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala
Mynd/Berg fasteignasala


Fallegt þriggja íbúða hús við Blesugróf 4 í Reykjavík með þremur íbúðum, þar af er ein ósamþykkt.

Húsið er samtals skráð 213,4 fermetrar að stærð þar af 106,7 fermetra íbúð á 2. hæð og 52,6 fm ósamþykkt íbúð á 1.hæð.

Íbúð tvö er á 1.hæð og er skráð 54,1 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir bílskúr á lóðinni.

Ásett verð fyrir eignina eru 125 milljónir.

Nánari upplýsingar má finna um eignina á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Húsaskjól fasteignasala
Mynd/Húsaskjól fasteignasala
Mynd/Húsaskjól fasteignasala
Mynd/Húsaskjól fasteignasala
Mynd/Húsaskjól fasteignasala


Þriggja íbúða eign við Hjallaveg 8 í Reykjavík er til sölu á 120 milljónir.

Á jarðhæð er tveggja herbergja íbúð með sér inngangi, eldhúsi, stofu og tveimur svefnherbergjum.

Á miðhæðinni er íbúð númer tvö með sér inngangi og stiga upp í ris. Þrjú svefnherbergi, baðherbergi með baðkari, geymsluloft og þvottaherbergi með útgengi að bakgarði.

Þriðja íbúðin er 40,3 fermetra studioíbúð í sérstæðum bílskúr. Í íbúðinni er eldhúskrókur, stofa og svefnherbergi í opnu rými auk baðherbergi með flísalögðum sturtuklefa.

Nánari upplýsingar má finna um eignina á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala


Einbýlishús með verðlaunagarði viðJakasel 32 í Breiðholti, teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Húsið er skráð 331,4 fermetr og skiptist í sex svefnherbergi, þrjár stofur, sjónvarpshol, tómstundarými, þrjú baðherbergi, eldhús, þvottahús og tvöfaldan bílskúr. Hægt er að útbúa lítið studio rými með sér inngangi.

Við húsið er stór og skjólgóður garður með afgirtri timburverönd.

Ásett verð á eignina er 124,9 milljónir.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Landmark fasteignamiðlun
Mynd/Landmark fasteignamiðlun
Mynd/Landmark fasteignamiðlun
Mynd/Landmark fasteignamiðlun
Mynd/Landmark fasteignamiðlun
Mynd/Landmark fasteignamiðlun
Mynd/Landmark fasteignamiðlun
Mynd/Landmark fasteignamiðlun


Einbýlishús með bílskúr í suðurhlíðum Kópavogs með fimm íbúðum á tveimur hæðum, samtals 380 fermetrar.

Búið er að breyta húsinu í þrjár íbúðir, auk þess að bílskúrinn er á tveimur hæðum þar sem búið er að útbúa tvær stúdióíbúðir.

Íbúðin á aðalhæð hússins er 138,3 fermetrar og skiptist í þrjú svefnherbergi, stóra stofu samliggjandi við eldhús. Geymslu og baðherbergi, fataherbergi og rúmgott anddyri og stórar suðursvalir.
Íbúð tvö og þrjú er á neðri hæð hússins og eru annars 97 fermetrar og 66 fermetrar að stærð sem eru báðar nýlega uppgerðar.

Íbúðir í bílskúrnum eru báðar stúdíóíbúðir með svefnkrók og samliggjandi stofu, eldhúsi og baði.

Ásett verð fyrir eignina eru 149,9 milljónir.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg