Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitahátíð í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin i Munich í Þýskalandi í Haust. Dómnefnd í keppninni er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn og fjölmiðlafólk landsins: Óli Óla, Eyþór Már, Fanney Dóra, Dóri Dna, Binni Löve, og Berglind Festival. Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2022, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn. Það fer svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2022, en um það verður kosið rafrænt - hægt verður að finna tengil á hann á laugardaginn í gegnum Facebook síðu Götubitans. Ljóst er að það verður nóg um að vera í Hljómskálagarðinum og garðurinn mun iða af lífi og bragðlaukarnir fá nóg að gera.

Opnunarími er hátíðarinnar:

Laugardagur: 13.00 – 19.00.

Sun:nudagur: 13.00 – 17.00.

Fjölbreytnin verður mikil og þessir söluaðilar verða á svæðinu:

Sillikokkur.is

The Gastro Truck

Íslenska Flatbakan

BumbuBorgarar

Vöffluvagninn

Dons Donuts

Fish and Chips Wagon

Fish & Chips Vagninn

Chikin

Just Wingin it - Vængjavagninn

Víkinga Pylsur / Viking Hot Dog

TASTY - RVK

GRILL of Thrones Iceland

Tacoson

Arctic Pies

Mijita ehf

KEBAB Vagninn

CoffeeBike Reykjavik

Yellow Mood

Coke Lime Vagninn

Vodafone Vagninn - Vodafone IS

Búbblur

Bjórbíllinn

Gotubitahatid_2022_V1_med_info_-_Instagram_P.format-jpeg.jpg