Lífið

Spyr hvort eitt­hvað sé var­ið í Bláa lón­ið utan sam­fé­lags­miðl­a

Bandaríski blaðamaðurinn A.C. Fowler veltir því fyrir sér hvort eitthvað sé raunverulega varið í Bláa lónið fyrir utan samfélagsmiðla í skemmtilegu innslagi sem sjá má í fréttinni. Honum finnst lónið alltof dýrt en er annars nokkuð hrifinn.

Fowler fékk sér skyrdrykk en vissi ekkert hvað þetta var. Fréttablaðið/Skjáskot

Bandaríski blaðamaðurinn A.C. Fowler frá bandaríska fréttamiðlinum Insider kíkti á dögunum í heimsókn til Íslands og heimsótti hann Bláa lónið í sérstökum hluta á Youtube síðu Insider þar sem blaðamenn miðilsins heimsækja vinsælustu ferðamannastaði heims og sjá hvort að dýrðarljóminn sem er sveipaður um staðina á samfélagsmiðlum eigi við, eða hvort um sé að ræða mýtur sem þurfi að hrekja.

„Margir ferðamannastaðir líta vel út á samfélagsmiðlum en eru raunar hræðilegir þegar þangað er komið,“ segir Fowler í upphafi myndbandsins sem má sjá hér að neðan. Ljóst er að Fowler hafði miklar áhyggjur af því að Bláa lónið myndi ekki standast kröfur hans og þá hafði hann sérstakar áhyggjur af mannmergðinni.

Fowler spurði þannig þriggja spurninga. Hvort að of mikið fólk væri í Bláa lóninu, hvort að það væri of dýrt og hvort að áhrif lónsins á húðina væri raunveruleg. Til að gera langa sögu stutta fannst honum fínt að mæta í lónið um miðjan vetur þegar það er færra fólk en honum þótti aðgangseyrinn of hár og þá var hann afar hrifinn af áhrifum lónsins á húð sína en þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Lífið

Hundar skilja ótrúlega margt

Kynningar

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Auglýsing

Nýjast

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Qu­een-æðið hefur góð á­hrif á krakkana

Rekur sögur kvenna í þeirra eigin skóm

Það flaug engill yfir safnið

Auglýsing