Ofurfyrisætan Bella Hadid var seinasta fyrirsæta kvöldsins á tískusýningu Coperni í tískuvikunni í París.

Gekk hún fram á pallinn einungis í nærfötum en var þá snögglega umkringd „vísindamönnum“ sem hófust handa við að spreyja á hana fljótandi kjól sem gerður var úr sérstakri efnablöndu.

Efnið var búið til af fyrirtækinu Fabrican en það inniheldur bómull og önnur gerviefni, en athygli vekur að eftir að efnið hefur sest er hægt klæða sig í og úr því líkt og um venjulegan kjól sé að ræða.

Hægt er að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan:

Uppátækið hefur vakið mikla athygli en ólíklegt þykir að kjóllinn fari í almenna sölu.
Mynd/Getty