Helena Bon­ham Car­ter sem fer með hlut­verk Margrétar prinsessu, litlu systur Elísabetar, í nýjustu seríunni af The Crown lýsir því í nýju við­tali hvernig hún spjallaði við anda prinsessunnar í gegnum miðil, fékk blessun hennar og ræddi við hana um það hvað prinsessan vildi helst sjá í frammi­stöðu hennar. Guar­dian greinir frá.

„Hún sagði að hún væri glöð að þetta væri ég. Mitt aðal­mál þegar maður leikur ein­hvern sem er raun­veru­legur, er að maður vill eigin­lega fá blessun þeirra, því þú berð á­byrgðina,“ segir Helena.

„Svo ég spurði hana: „Er í lagi að ég leiki þig?“ og hún sagði: „Þú ert betri en hin leik­konan“....sem þau voru að hugsa um. Þau vilja ekki viður­kenna hver það var. Það var ég og ein­hver annar,“ er haft eftir leik­konunni.

„Það lét mig halda að hún væri kannski hérna, því þetta var klassískt Margrétar svar. Hún var mjög góð í að hrósa þér en samt halda þér á jörðinni á sama tíma. Svo sagði hún að ég yrði að vera hreinni og snyrti­legri,“ segir Helena.

„Náðu reykingunum rétt. Ég reykti á mjög á­kveðinn hátt. Mundu það, þetta er mikil­vægur punktur, sí­graettu­haldarinn er jafn mikið vopn í tjáningu og hann var í reykingum.“

Bon­ham Car­ter tekur við hlut­verkinu í seríu þrjú og fjögur af The Crown af Vanessu Kir­by sem meðal annars fékk Bafta verð­laun fyrir túlkun sína á hlut­verkinu. Þriðja serían kemur út á Netflix þann 3. nóvember næstkomandi.

Margrét þótti ákveðinn persónuleiki.
Fréttablaðið/Getty