Kóngu­lóar­maðurinn mun halda á­fram að sveifla sér í ofur­hetju­ver­öld Mar­vel þökk sé aðal­leikaranum Tom Holland sem sendi Bob Iger, for­stjóra Dis­n­ey, tölvu­póst í kjöl­farið og spjallaði síðar við hann í síma, drukkinn og í tára­flóði. Kappinn tjáði sig í stór­kost­legu við­tali við Jimmy Fall­on.

Þar segir hann frá því þegar hann komst að því að kvik­mynda­verin tvö væru ekki að landa samningum um á­fram­haldandi veru Kóngu­lóar­mannsins í kvik­mynda­ver­öld Mar­vel. Líkt og Frétta­blaðið sagði frá vildi Sony fá meira fyrir sinn snúð í samningunum en fyrir­tækið hefur átt réttinn að ofur­hetjunni undan­farin ár.

„Ég var ó­trú­lega til­finninga­ríkur því mér fannst eins og þetta væri allt að niður­lotum komið,“ segir Holland í við­talinu. Hann segist hafa fengið tölv­póst­fangið hjá Iger og viljað þakka honum fyrir. „Ég fékk net­fangið hans og sendi honum tölvu­póst og hann svaraði mér fljótt og sagðist vilja tala við mig í símann og spurði hve­nær ég væri laus.“

Holland segir að nokkrir dagar hafi þá liðið. Hann hafi farið með fjöl­skyldunni á svo­kallað pöbb­kviss á knæpu í heima­bæ þeirra. „Ég er svo búinn að drekka þrjá stóra bjóra, hef ekki borðað mikið og fæ svo sím­tal frá ó­þekktu númeri. Ég fékk á til­finninguna að þetta væri Bob Iger en ég er drukkinn,“ segir Holland.

Hann segist þá hafa svarað símanum og grátið í símann yfir til­hugsuninni um að per­sónan sín myndi brátt yfir­gefa Mar­vel heim Hefn­endanna og hinna ofur­hetjanna. Kvik­mynda­verin náðu svo samningum þann 27. septem­ber og því ljóst að þriðja myndin um kóngu­lóar­maðurinn mmun gerast í kvik­mynda­heimi Mar­vel.