Lífið

Spilar í stóra eplinu með nokkrum æskuhetjum

Benni B-Ruff ætlar að snúa nokkrum plötum í New York um þarnæstu helgi en hann mun meðal annars spila á rómuðum hipphoppklúbbi þar sem til að mynda Maseo úr hljómsveitinni De La Soul er fastasnúður ásamt fleirum.

Benni hefur séð um hiphop þáttinn Kronik ásamt Robba Kronik í ótalmörg ár. Ernir Eyjólfsson

Plötusnúðurinn DJ B-Ruff heldur út til New York borgar nú í lok mánaðar, 24. til 26. maí, þar sem hann ætlar að spila á nokkrum klúbbum. Þetta er í fjórða sinn sem B-Ruff, eða Benedikt Freyr Jónsson eins og mamma hans kallar hann, fer til New York til að leika tónlist fyrir Kanann. Einn klúbbanna, Fat Buddha, stærir sig af ansi merkilegum lista af föstum plötusnúðum. Hann spilar svo á The Roof og Mr. Purple.

Goðsagnirnar í De La Soul - Maseo er þarna fyrir miðju. Getty

„Fat Buddah er með plötusnúða sem maður ólst upp við að hlusta á: Maseo úr De La Soul, Boogie Blind sem hefur verið með Lord Finesse, Pharoahe Monch og Cypress Hill, Roli Rho, Grandmaster Wizard og Timothy Martello svo einhverjir séu nefndir. Fat Buddah er lítill en nettur staður. Svo er The Roof aðeins stærri og Mr. Purple er „rooftop brunch“ staður.“

Benni er búinn að vera einn af aðalplötusnúðum Reykjavíkur í fleiri ár og hefur haldið úti útvarpsþættinum Kronik með Robba Kronik alveg síðan allir vinsælustu rapparar landsins um þessar mundir voru með bleyju.

Boogie Blind hefur verið plötusnúður fyrir þekkta rappara eins og Pharoahe Monch og er í plötusnúða­hópnum The X-Ecutioners. UIG via Getty Images

Hvernig kemur það til að þú ert á leiðinni út til stóra eplisins?

„Ég kynntist tveimur dj-um frá NY þegar ég spilaði þar í fyrsta skiptið. Síðan bókaði ég þá á Íslandi. Þeir spiluðu meðal annars á Prikinu þegar þeir mættu hingað til lands. Núna eru þeir plötusnúðar sem spila úti um allan heim, atvinnumenn. Þeir hafa svo verið að redda mér verkefnum þarna úti.“

Um er að ræða plötusnúðana DJ Equal og Timothy Martello en Equal hefur komið þrisvar til landsins síðan.

Er þetta upphafið að ferðalagi um heiminn?

„Klárt mál – Ruff n world tour,“ segir Benni hlæjandi.

DJ Equal hefur spilað fyrir gesti Priksins. Getty Images for The BMF Media G

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Lífið

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Lífið

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Auglýsing

Nýjast

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Selma Blair greind með MS sjúkdóminn

Saga sem er eins og lífið sjálft

Líður best í flíkum með sögu

Ástir og ör­lög taka völdin hjá Barokk­bandinu Brák

Ópera fyrir börn um tíma og plast

Auglýsing