Spi­der-Man Far From Home, nýjasta kvik­myndin um ofur­hetjuna Spi­der-Man, var frum­sýnd hér á landi á föstu­daginn.

Rúm­lega 18.100 manns skelltu sér á myndina um helgina og skilaði hún 30 milljón krónum í kassann. Þetta er því tekju­hæsta opnunar­helgi kvik­myndar í Ís­lands­sögunni og að­sóknin sú þriðja mesta frá upp­hafi mælinga.

Spi­der-Man var sýnd í öllum kvik­mynda­húsum landsins og sýnd í mörgum sölum sam­tímis, þar sem einungis 100 manns mega koma saman í hvert hólf.

Myndin hefur fengið frá­bæra dóma og mikið lof gagn­rýnanda sem og á­horf­anda og er til að mynda "certifi­ed fresh" á Rotten Tomatoes.