Hráefni

1/4 bolli smjör

1 laukur, saxaður smátt

2 meðalstórar gulrætur, saxaðar smátt

1 msk. smátt saxaður hvítlaukur

1/4 bolli hveiti

4 bollar grænmetissoð (t.d. teningur og vatn)

1 bolli mjólk

2-3 stórar kartöflur, skrældar og skornar í litla teninga

450 g spergilkál, skorið í hæfilega munnbita

2 bollar rifinn cheddar ostur

Salt og pipar

Aðferð

Afhýðið kartöflur og gulrætur og skerið í litla bita. Saxið lauk og hvítlauk smátt. Skerið spergilkál í litla munnbita. Bræðið smjör í potti og steikið við meðalhita gulrætur og lauk þar til hvort tveggja er mjúkt. Bætið næst út í hvítlauknum og steikið í um mínútu.

Næst fer hveitið út í ásamt grænmetissoðinu og mjólkinni. Hrærið vel saman. Kartöflubitarnir fara næst út í. Hrærið saman og sjóðið við vægan hita í fimm mínútur. Smakkið til með salti og pipar.

Bætið svo spergilkálinu út í og sjóðið við vægan hita í um tíu mínútur eða þar til kartöflubitarnir eru mjúkir. Takið pottinn af hellunni og bætið ostinum út í.

Áður en súpan er borin fram er gott að strá smá rifnum cheddar osti yfir og smá pipar. ■