„Ég hef engan hitt sem lítur þetta ekki bara jákvæðum augum. Þetta bara vekur athygli á okkur og við fáum góða og jákvæða kynningu.

Dalvíkingar hafa fengið kærkomna framlengingu á jólunum frá Hollywood og víða má sjá amerískt jólaskraut í lok janúar.
Mynd/Helgi Jónsson

Síðan er ekkert verra að þetta lyftir andanum, eins og sagt er, þar sem janúar og febrúar eru náttúrlega oft leiðinlegustu mánuðir ársins,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar þar sem enn eru jól.

Torkennileg umferðaskilti á Dalvík þjóna tilgangi sögunnar og ekki fyrir hvern sem er að skilja fyrirmæling á þeim.
Mynd/HelgiJónsson

„Já, já. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við vorum beðin um það að taka ekki niður jólaskrautið í kringum þessa tökustaði. Þannig að við höldum líka jólunum lengur.

Pósthúsið í miðbænum er orðið að lögreglustöðinni í Ennis í Alaska.
Mynd/Helgi Jónsson

Eyrún segir að vissulega sé það svolítill pakki að fá fjölmennt kvikmyndatökulið í heimsókn en allt gangi þetta vel og samskiptin við gestina hafi verið með allra besta móti.

„En þetta er skemmtilegur, síðbúinn jólapakki og bara ekkert nema gott um samtalið og samstarfið að segja við þau sem standa að þessu.“

Steinhús Svanfríðar Jónasdóttur við Hafnarbrautina er of fallegt fyrir sviðsmynd True Detective og hún gaf því leyfi fyrir því að það yrði rammað af.
Mynd/HelgiJónsson

Spennan er að nálgast hámark því gera má ráð fyrir að stórstjarnan Jodie Foster og aðrir leikarar fari að láta sjá sig þar sem tökurnar hefjast um mánaðamótin en sveitarstjórinn segir eftirvæntinguna ekki síður mikla eftir því að sjá Dalvík á skjánum sem ígildi Ennis í Alaska.

Á Dalvík er allt að vera klárt fyrir stórstjörnuna Jodie Foster en tökurnar á True Detective hefjast upp úr mánaðarmótum.
Fréttablaðið/Getty

„Ég held að það verði svolítið mikil upplifun fyrir okkur sem búum hér að sjá þættina og hvernig þetta allt saman lítur út eftir að hafa fylgst svona náið með þessu,“ segir tímabundinn bæjarstjóri Ennis í Alaska og hlær.

Þegar komið er á Dalvík mætti ætla að förinni hafi verið heitið til Alaska.
Mynd/HelgiJónsson