Heims­meistar­keppni mat­reiðslu­manna heldur á­fram í Lúxem­borg og nú er komið að seinni keppnis­degi ís­lenska kokka­lands­liðsins í dag og spennan er í há­marki enda langur og strangur dagur fram­undan.

Ís­lenska kokka­lands­liðið hóf seinni keppnis­daginn sinn núna í há­deginu hér í Lúxem­borg en hér hefur keppnin staðið síðan á föstu­dag. Eins og kom fram í fréttum á sunnu­dag vann liðið til gull­verð­launa fyrir fyrstu keppnis­greinina sína sem var “Re­staurant of Nations” sem saman stendur af þriggja rétta heitum mat­seðli sem var eldaður fyrir 110 manns. Í dag er keppt í svo­kölluðu Chef’s Table sem er þrettán rétta fine-dining mál­tíð fyr­ir 12 manns og lýkur keppninni í dag ekki fyrir undir klukkan 22:00 að staðar­tíma. Úr­slitin verða í þessari grein verða svo kynnt á morgun.

„Þetta kallar á út­hald hjá okkar fólki, það er á­gætt að hafa tvo daga á milli því það má varla minna vera á milli keppnis­greina sem þessara. Þessir dagar eru nýttir í stans­lausan frá­gang, undir­búning og fíni­seríngar. Metnaður er mikill og kröfurnar sem liðið gerir til sjálfs síns eru mjög miklar, segir Þórir Er­lings­son for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meistara sem á og rekur Ís­lenska kokka­lands­liðið. Þórir er á staðnum með liðinu á­samt nokkrum full­trúum klúbbsins sem eru hópnum til að­stoðar.

Ætlar sér verð­launa­sæti

Liðið ætlar að fylgja eftir fram­úr­skarandi árangri liðsins frá síðustu Ólympíu­leikum í Stutt­gart þar sem þau fengu brons verð­laun fyrir saman­lagðan árangur í byrjun árs 2020 sem er fram­úr­skarandi árangur og sá besti til þessa.

Keppnis­mat­reiðsla er í rauninni frá­dráttar­keppni og er fyrir­komu­lagið þannig að það byrja allir með 100 stig sem lækkar síðan með til­liti til snyrti­mennsku, fag­mennsku, út­lits rétta og bragðs. Gull­frammi­staða er 90 stig, silfur 80 stig og brons 70 stig. Á mótinu í ár eru um 20 lönd sem taka þátt. Úr­slit verða svo kynnt Lúxem­borg á fimmtu­daginn og liðið kemur svo heim á föstu­dag.

Ís­lenska kokka­lands­liðið skipa:

Þjálfari kokka­lands­liðsins er:
Ari Þór Gunnars­son Fastus

Fyrir­liði kokka­lands­liðsins:
Sindri Guð­brandur Sigurðs­son veitinga­staðnum Héðinn Kitchen Bar

Aron Gísla Helga­son, veitinga­staðnum Héðinn Kitchen Bar

Gabríel Kristinn Bjarna­son, veitinga­staðnum Héðinn Kitchen Bar

Ísak Darri Þor­steins­son, veitinga­staðnum Tides

Erla Þóra Berg­mann, Pálma­dóttir veitinga­staðnum Fjall­konan

Jakob Zarioh S. Bald­vins­son, veitinga­staðnum Sumac

Sveinn Steins­son, Eflu verk­fræði­stofu

Ísak Aron Jóhans­son, Lux Veitingum

Chidapha Kru­asaeng, Mos­fells­bakarí og HR Konfekt

Ívar Kjartans­son, veislu­þjónustunni Rétturinum

Aþena Þöll Gunnars­dóttir, veitinga­staðnum Fisk­fé­laginu

Hringur Odds­son, veitinga­staðnum Tides

Marteinn Rastrick, Lux Veitingum

Mynd/Brynja Kr. Thorlacius
Mynd/Brynja Kr. Thorlacius
Mynd/Brynja Kr. Thorlacius