Spaug­stofan mun snúa aftur á næstu dögum til að stytta lands­mönnum stundir í miðju sam­komu­banni. Spaug­stofan er þó að sjálf­sögðu í góðum takti við tímann og mun vera með heldur breyttu sniði – hún verður ekki sjón­varps­þáttur í þetta skiptið heldur hlað­varp.


Pálmi Gests­son til­kynnti um þetta á Face­book-síðu sinni í kvöld. Á­samt honum munu allir fyrri með­limir Spaug­stofunnar koma fram í hlað­varpinu, þeir Örn Árna­son, Karl Ágúst Úlfs­son, Sigurður Sigur­jóns­son, já, og Rand­ver Þor­láks­son snýr meira að segja aftur í hópinn.

MÓÐIR MENN Í KVÍ KVÍ. Spaugstofan kemur saman á ný til að létta fólki samkomubann og aðrar þrengingar á tímum...

Posted by Pálmi Gestsson on Wednesday, March 25, 2020

Í hlað­varpinu verða at­burðir og á­stand líðandi stundar til um­fjöllunar, líkt og í sjón­varps­þáttunum. Að­dá­endur Spaug­stofunnar geta því hlakkað til ein­hvers á erfiðum tímum, en til hvers ná­kvæm­lega er erfitt að segja til um.


Pálmi gefur nefnilega ekki mikið upp um snið þáttanna, með hvaða hætti þeir hyggjast taka mál­efnin fyrir, hvort um sé að ræða léttan um­ræðu­þátt þeirra fé­laga eða hvort lands­þekktar per­sónur úr fyrri þáttunum, Ragnar Reykás eða Kristjón Ólafs­son, mæti í settið.