Spá­dóms­hænan Spá-Lotta telur að lagið Echo með söng­konunni Nínu muni sigra úr­slit Söngva­keppni sjón­varpsins sem fer fram næst­komandi laugar­dag. Þetta kemur fram í Face­book færslu Fjöl­skyldu-og hús­dýra­garðsins.

Þar kemur fram að starfs­fólk Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garðsins sé mikið á­huga­fólk um Euro­vision og fylgist því eðli­lega vel með undan­keppninni þar sem úr­slitin ráðast næst­komandi laugar­dags­kvöld.

Spá-Lotta hafi verið fengin til að gefa álit sitt nú í há­deginu. Í mynd­bandi sem fylgir má sjá að hún velur Nínu. Tekið er fram að sama magn af góð­gæti hafi verið við myndir annarra flytj­enda.