Leikkonan Sophie Turner og eiginmaður henn­ar, söngvarinn Joe Jonas eignuðust stúlku á dög­un­um. Sú stutta kom í heim­inn 22. júlí, en hún hef­ur hlotið nafnið Willa að sögn tímaritsins People.

Stúlkan er fyrsta barn hjónanna. Þau gengu í það heilaga á síðasta ári í tveimur athöfnum, ein fór fram í Las Vegas og önnur í Frakklandi.

Síðast­liðinn febrúar fór að spyrjast út að parið ætti von á barni en Game of Thrones stjarnan til­kynnti þó með­gönguna aldrei form­lega.

Fjarri sviðsljósinu

Turner sem er 24 ára gömul er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sansa Stark í HBO þáttaröðinni Game of Thrones. Jonas er 30 ára og er heimsfrægur fyrir að vera í strákahljómsveitinni The Jonas Brothers.

Þau eru þekkt fyrir að halda einka­lífi sínu fjarri sviðs­ljósinu en sam­kvæmt heimildum E News eru þau himin­lifandi með nýjustu við­bótina í fjöl­skylduna og hlakka til að setja sig inn í for­eldra­hlut­verkið.

View this post on Instagram

Mr and Mrs Jonas Photo by @corbingurkin

A post shared by Sophie Turner (@sophiet) on

Turner lét lítið fara fyrir meðgöngunni en þessi mynd náðist af hjónunum á röltinu í L.A.
Fréttblaðið/ Getty images.