Leikkonan Sophie Turner og eiginmaður hennar, söngvarinn Joe Jonas eignuðust stúlku á dögunum. Sú stutta kom í heiminn 22. júlí, en hún hefur hlotið nafnið Willa að sögn tímaritsins People.
Stúlkan er fyrsta barn hjónanna. Þau gengu í það heilaga á síðasta ári í tveimur athöfnum, ein fór fram í Las Vegas og önnur í Frakklandi.
Síðastliðinn febrúar fór að spyrjast út að parið ætti von á barni en Game of Thrones stjarnan tilkynnti þó meðgönguna aldrei formlega.
Fjarri sviðsljósinu
Turner sem er 24 ára gömul er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sansa Stark í HBO þáttaröðinni Game of Thrones. Jonas er 30 ára og er heimsfrægur fyrir að vera í strákahljómsveitinni The Jonas Brothers.
Þau eru þekkt fyrir að halda einkalífi sínu fjarri sviðsljósinu en samkvæmt heimildum E News eru þau himinlifandi með nýjustu viðbótina í fjölskylduna og hlakka til að setja sig inn í foreldrahlutverkið.
