Hjónin Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Arnarson gáfu í dag nýfæddum dreng sínum nafn en fyrir áttu þau dótturina Unu Lóu. Heitir drengurinn Frosti Eyfeld Arnarson og komu ömmur og afar hans í kaffiboð til fjölskyldunnar af þessu tilefni. Aðrir ástvinir fylgdust með í gegnum Zoom.

„Frosti Eyfeld Arnarsson fékk nafnið sitt í dag. Ömmur og afar komu í kaffiboð og restin fylgdist með á zoom og fyrst allir eru að spyrja þá bakaði ég sko þessa köku sjálf. 💙 😇“ skrifar Salka Sól á Instagram þar sem hún greindi frá nafngiftinni.