Einar Þorsteinsson, verðandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarkona heilbrigðisráðherra skýrðu son sinn við hátíðlega athöfn í heimahúsum í dag.
Drengurinn hlaut nafnið Emil Magnús Einarsson en athygli vekur að hann var skýrður í yfir 100 ára gömlum kjól sem gengið hefur í ættir í fjölskyldu Einars.
Heimili og fánastöng fengu blessun í leiðinni en Einar og Milla fluttu nýverið í einbýlishús í Seljahverfinu í Breiðholti.

Sjá einnig
Sonur Einars og Millu skírður á 17. júní: Einar stakk upp á þessu nafni en Milla er efins