Athafnamaðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson, betur þekktur Gillz og kærasta hans Guðríður Jónsdóttir, Gurrý, gáfu syni sínum nafn um helgina. Drengurinn heitir Aron Leó og fæddist í maí síðast liðnum.
Fyrir eiga Egill og Gurrý dótturina Evu Malen sem hélt upp á 7 ára afmælið sitt sama dag og bróður hennar var skírður.