Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, viðurkennir að sonur sinn hafi reykt marijúana með tónlistarmanninum Willie Nelson á þaki Hvíta hússins.

Greint er frá þessu í frétt á vef New York Post.

Carter segir söguna í nýrri heimildarmynd sem ber nafnið Jimmy Carter: Rock & Roll President og fjallar um forsetann og vinskap við marga goðsagnakennda rokk-tónlistarmenn í Bandaríkjunum.

Fyrrverandi forsetinn minnist þess þegar Willie Nelson sagði frá því að hann hafi reykt gras á þaki Hvíta hússins og hafi deilt jónunni með starfsmanni hvíta hússins.

„Það var reyndar ekki starfsmaður, það var sonur minn,“ segir Carter og hlær.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni.