Sonur athafnakonunnar Andreu Rafnar Jónsdóttur og knattspyrnumannsins Arnórs Ingva Traustasonar er kominn í heiminn og hefur verið gefið nafn.

Drengurinn, heitir Arnór Rafael Arnórsson og kom í heiminn 17. ágúst síðastliðinn samkvæmt sameiginlegri færslu parsins á samfélagsmiðlum.

„Erum yfir okkur hamingjusöm og þakklát fyrir son okkar. Andrea hetjan sem hún er var ótrúleg. Móður og barni heilsast vel og Aþena Röfn er stolt stóra systir,“ segir í færslunni.

Flutningar til Svíþjóðar

Fyrir á parið dótturina Aþenu Röfn, þriggja ára.

Drengurinn fæddist í Boston þar sem fjölskyldan hefur búið síðastliðið ár. Arnór var á samningi hjá New England Revoulution í MLS deildinn, en hyggst fjölskyldan nú flytja til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Norrköping .