Carter sem var yngri bróðir söngvarans Nick Carter úr Backstreet Boys fannst látinn á heimili sínu í Lancaster í Kaliforníu á laugardags morgun.

Ekki er vitað um orsök dauðsfallsins en vitað er að Carter hafði um langan tíma strítt við áfengis- og fíkniefnavanda sem olli honum margvíslegum erfiðleikum á seinni árum.

Aaron Carter byrjaði feril sinn ungur og spilaði marga tónleika þar sem hann hitaði upp fyrir hljómsveit bróður síns Backstreet Boys. Hann gaf út fjórar plötur frá seinni hluta tíunda áratugarins og á fyrsta áratug aldarinnar en seinni plata hans „Aarons Party“ sem kom út árið 2000 seldist í meira en þremur milljónum eintaka.

Carter á sínum yngri árum en hann gaf fyrstu plötu sína út einungis níu ára gamall.
Mynd/getty

Seinna meir byrjaði hann feril sem rappari og byrjaði að leika í sjónvarpsþáttum. En það varð snemma ljóst að Carter átti við fíknisjúkdóm að stríða en hann á að baki langan sakaferill mest megnis vegna vörslu fíkniefna og aksturs undir áhrifum.

Carter hafði þó sýnt vilja til þess að snúa blaðinu við en í viðtali sem birtist fyrr á þessu ári við Daily Mail sagðist hann hafa verið edrú í 5 ár og hefði mikinn vilja til að halda því áfram.

Aaron sem varð snemma mjög frægur átti í erfiðu sambandi við móður sína og þykir dæmi um það hve illa það fer með einstaklinga að verða frægir ungir að aldri.

Ekki er vitað hvort hann hafi snúið aftur í neyslu fyrir dauðsfall sitt.