Fram­kvæmda­stjórn Evrópsku söngva­keppninnar segir að þau séu með­vituð um vanga­veltur þess efnis að söngvari ítölsku hljóm­sveitarinnar Måneskin, sem sigraði Euro­vision í gær, hafi neytt kókaíns á borðinu í græna her­berginu í Euro­vision-höllinni á meðan keppninni stóð í gær.

Í yfir­lýsingu frá fram­kvæmda­stjórninni segir að hljóm­sveitin hafi þver­tekið fyrir á­sakanirnar og að söngvarinn, Damiano, ætli sér í lyfja­próf við heim­komu til Ítalíu.

„Þeir óskuðu eftir því í gær en það var ekki hægt að skipu­leggja það þá af fram­kvæmda­stjórninni,“ segir í yfir­lýsingunni.

Hljóm­sveitin, stjórnandi þeirra og farar­stjórinn hafa öll til­kynnt fram­kvæmda­stjórn söngva­keppninnar að engin vímu­efni hafi verið í græna her­berginu og út­skýrðu að glas brotnaði á borðinu þeirra og að söngvarinn hafi verið að hreinsa það þegar skotið var tekið.

„Fram­kvæmda­stjórnin getur stað­festa að það var brotið gler á vett­vanginum. En við erum enn að skoða mynd­bands­upp­tökuna gaum­gæfi­lega og munum upp­færa með frekari upp­lýsingum þegar þær liggja fyrir,“ segir að lokum.