Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fóru fram fyrr í kvöld og líkt og áður höfðu Íslendingar ýmislegt að segja á Twitter á meðan. Lögin Gagnamagnið, með Daða og Gagnamagninu, Oculus Videre, með Ívu, og Ekkó, með Nínu Dagbjörtu, fóru áfram og keppa þau ásamt lögunum Almyrkvi, með Dimmu, og Klukkan tifar, með Ísold og Helgu, í úrslitunum 29. febrúar.

Flestir virtust vera ánægðir með úrslitin en það sem vakti þó helst athygli netverja var ábreiða Flóna á klassíska Eurovision laginu Nína, sú staðreynd að Matti Matt komst ekki áfram, Hildur Vala að „flossa“, og ýmislegt fleira.

Nokkur viðbrögð Íslendinga við Söngvakeppninni í kvöld má sjá hér fyrir neðan: