Það var margt um manninn í Háskólabíói síðastliðið fimmtudagskvöld þegar söngleikurinn We Will Rock You var frumsýndur. Áhorfendur virtust vera ánægðir með sýninguna, en Björn Jörundur, Ragga Gísla, Króli og Laddi fara með helstu hlutverk, ásamt Kötlu Njálsdóttur sem bar af að mati margra. Katla verður vafalaust ein helsta stjarna okkar Íslendinga í framtíðinni, ef hún er það ekki nú þegar, enda jafnvíg í söng og leik. Aðeins nokkrar sýningar verða á söngleiknum í Háskólabíói á næstunni.

s

Ragga Gísla fór með hlutverk Killer Queen í leikritinu og sýndi stóleik líkt og restin af leikurunum.
Páll Sigurður Sigurðsson fer með hlutverk Britney Spears í söngleiknum.
Hinn ástsæli leikari Laddi fer með tvö hlutverk í sýningunni.?Myndir/Brynjar Snær Þrastarson
Dansararnir stóðu sig með stakri prýði og voru áberandi skemmtilegir.
Björn Jörundur fór með hlutverk Khasloggi í verkinu.
Katla Njálsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, stóðu sig áberandi vel í hlutverkum sínum. Myndir/Brynjar Snær Þrastarson
Uppsetningin í Háskólabíói var öll hin glæsilegasta.