Söngkonan Guðrún Eyfjörð, eða GDRN, er ólétt og tilkynnti um það á Instagram-síðu sinni rétt í þessu.

Hún deilir tveimur myndum og á annarri má greinilega sjá litla kúluna. Óljóst er hvenær hún á von á sér eða hvort kynið er en það má gera ráð fyrir því að lítið barn komi einhvern tímann á þessu ári. Þetta er fyrsta barn söngkonunnar.

Söngkonan er margverðlaunuð og er ein vinsælasta hér á landi. Myndirnar má sjá hér að neðan.