Söng- og leikkonan Lady Gaga flutti titillagið úr Top Gun: Maverick, Hold my Hand, á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt án farða, í gallabuxum, strigaskóm og stuttermabol og hafði til þess skipti úr glæsilegum kjól sem hún hafi mætt í á hátíðina.
Flutningur hennar var ekki planaður og ekki búist við því að hún myndi komast á hátíðina vegna þess að hún er nú við tökur á framhaldsmynd Jókersins, Joker: Folie á deux, en á síðustu stundu var það svo staðfest að hún kæmi.
Gaga mætti á „kampavínsdregilinn“ í svörtum Versace kjól, fylgdist með hátíðinni og skipti svo í strigaskónna og gallabuxurnar og tók af sér allan farða. Þegar hún kynnti lagið inn sagði hún að við þurfum öll á hetjum að halda.
„Það eru hetjur allt í kringum okkur … Þú getur komist að því að þú getur verið þín eigin hetja þegar þér líður eins og þú sért brotin að innan,“ sagði Gaga og söng svo lagið en flutningurinn var tileinkaður Tony Scott sem leikstýrði fyrstu Ton Gun myndunum en féll frá árið 2012.
Flutninginn er hægt að horfa á hér að neðan. Lagið var tilnefnt til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið en verðlaunin hlaut Chandrabose fyrir lagið Naatu Naatu úr myndinni “RRR” — eftir M.M. Keeravaani.