Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með daglegu lífi sínu undanfarið eftir að hafa horfið úr sviðsljósinu í þó nokkurn tíma vegna ásakana um ofbeldi gegn tveimur konum.

Sölvi birti myndskeið af sér og hlaðvarpsstjörnunni Helga Jean Claessen á Instagram á dögunum, við fossinn Glym í Hvalfirði, þar sem þeir félagar voru í göngu og nutu veðurblíðunnar.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra höfðu tvær konur leitað til lögreglu vegna meints ofbeldi af hálfu fjölmiðlamannsins, en fréttirnar bárust eftir þrálátar flökkusögur um að Sölvi hefði beitt vændis­konu of­beldi, en Sölvi hafnaði því ítrekað, meðal annars í hlað­varps­þætti sínum.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot