„Þó ég hef verið opinber fígúra svona lengi, og þegar miklir hlutir gerðust hjá mér, var ég ekki búinn undir þetta. Flest allt sem ég hafði gert öll þessi ár hefur verið frekar jákvætt,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason.

Sölvi ræðir við Ellýju Ármanns í nýjum hlaðvarpsþætti sínum þar sem farið er um víðan völl.

Fékk frunsur af stressi

Ellý lýsir meðal annars reynslu sinni úr fjölmiðlum og gagnrýni á störf sín sem hún varð fyrir.

„Yfirmaður minn sagði við mig, nú tekur þú slúðrið eins og Bretarnir gera það,“ upplýsir Ellý sem fékk frunsur af stressi vegna þess. Hún hafi þó hlýtt og farið á stúfana til að ná upp góðum lestrartölum. Í kjölfarið var stofnuð Facebook-síðu undir nafninu, Rekið Ellý Ármanns, sem mörg þúsund manns líkuðu við. Með því hafi hún lært að takast á við gagnýni, sem og að hafa þurft margsinnis að minna sjálfa sig á hver hún væri í raun og veru.

Í tengslum við þetta sagði Sölvi að hann hafi ekki verið búinn undir þá athygli sem hann fékk. Ætla má að Sölvi sé að vitna í það þegar hann var sakaður um að hafa beitt tvær konur ofbeldi.

„Sérstaklega þegar þú ætlar að vera pöblic fígúra, þá verðurðu að fara í gegnum svona skóla,“ segir Sölvi sem telur að margir nái ekki að taka á móti neikvæðu áliti annarra.